06 apríl 2008

101 Reykjavík

Ég fékk fínt flug suður.
Það var bjart og fallegt að líta yfir landið okkar. Ég held að flugstjórinn búi í Hafnarfirði og hafi þurft að líta eftir einhverju í garðinum heima hjá sér fyrir lendingu því við tókum einhverja nýstárlega slaufu yfir Hafnarfirði með annan vænginn vísandi beint niður í bæinn.
Við Gunnhildur brugðum okkur í Smárann og á leiðinni þangað sáum við alveg ótrúlega fyndna sjón. Það æddi fram úr okkur mótorhjól með engum smá töffara við stýrið. Leðurdressaður frá toppi til táar. Nema afturendinn, hann stóð að mestu leyti ber út í loftið og maður sá næstum niður á endaþarm á manninum.
Þvílík sjón. Enda voru menn í næstu bílnum allir skellihlæjandi.

|