08 apríl 2008

Að hefta för

Ég skil vel að Geir Haarde sé svekktur.
Ég flaug heim frá Reykjavík í gær og þegar ég heyrði allt bílflautið, um það bil sem ég var að leggja af stað frá Hverfisgötunni og út á Reykjavíkurflugvöll, þá rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Skyldi ég missa af vélinni? Ég úthugsaði allar leiðir á völlinn en sem betur fer þá slapp ég.
Það er líka súrt fyrir ráðherra að verða fyrir því núna þegar hann er að útskýra á Alþingi hversu tími hans sé dýrmætur og réttlæta einkaþotunotkunina, að komast svo ekki leiðar sinnar í miðbænum. Að þurfa að sóa þessum dýrmæta tíma í umferðarteppu af völdum flutningabílstjóra.
Annars finnst mér þetta einkaþotumál hafa á sér hlið sem ég hef ekki séð fjallað um. Fyrir utan að það er verið að sóa féi almennings á samdráttartímum, þá er einkaþotuflug mikill mengunarvaldur. Koltvísýringsframleiðsla á hvern farþega er margföld á við hvern farþega í áætlunarflugi.
Það er kannski ágætt að hafa það í huga núna þegar Al Gore er að dásama Íslendinga fyrir notkun á endurnýtanlegum orkugjöfum.
Landsfeðurnir mættu sýna betra fordæmi.

|