Heilbrigðismál
Mig langar að vekja athygli á þessari grein sem birtist í Læknablaðinu.
Þar fjallar Runólfur Pálsson nýrnalæknir um nauðsyn þess að samhæfa störf heilsugæslulækna, sérfræðilækna og sjúkrahúslækna.
Þetta er mér mikið hjartans mál því ég er sannfærð um að ef þessi mál væru ekki í þeim molum sem þau eru í dag þá væri hann Finnur minn enn lifandi.
Það er fjöldi sjúklinga, ekki síst á landsbyggðinni, sem á allt sitt undir því að úrbætur verði gerðar á þessu sviði.