Kolgríma
... er að horfa á sjónvarpið.
Hún er búin að fylgjast grannt með fræðslumynd um fugla og er komin alveg upp að skjánum. Ég skil vel að henni finnist þetta skemmtilegt, þetta er mjög falleg mynd.
Kannski að hún sé farin að bíða eftir vorinu.
Klófríður kann vel við sig hér í skóginum. Í gær klifraði hún upp í tré. Greinarnar voru ekki burðugar svo hún missti jafnvægið og hékk á hvolfi svolitla stund þar til hún lét sig falla niður í snjóinn.
Í dag fann hún sverara tré að klifra í og hoppaði fimlega yfir í næsta tré við hliðina.
Kannski að við séum allar að bíða eftir vorinu, þó Klófríður viti sennilega ekki hvað sú árstíð er yndisleg. Hún hoppar um í snjónum og nýtur lífsins.