05 apríl 2008

5. apríl

Það er fallegt veður á Héraði í dag.
Í dag kveðjum við Birgi Vilhjálmsson.
Ég hef hugsað mikið um það síðustu dagana hvað við Finnur vorum heppin þegar við fluttum í Reynivelli 14. Öðru megin við okkur bjuggu Elva Rún og Bjarni Þór og hinu megin Biggi og Birna.
Við vorum umvafin yndislegust nágrönnum sem hægt var að eignast. Það var ekki lítils virði í veikindum Finns og eftir að hann var dáinn.
Alltaf voru þessir góðu grannar tilbúnir að liðsinna og bara það eitt að vita af þeim þarna var ómetanlegt.
Ég stend í mikill þakkarskuld við hann Bigga. Fyrir utan það að vera einn af þessum mönnum sem dreifa lífsgleðinni í kringum sig, þá var hann einhver sá traustasti maður sem hægt er að hugsa sér.
Biggi sýndi mér ómetanlegan stuðning þegar ég hóf mína edrúgöngu og hann og Birna sýndu mér dýrmætan stuðning þegar Finnur dó.
Elsku Biggi minn, hafðu þökk fyrir allt.

|