Enn og aftur
... er farið að snjóa.
Jæja, ég er alla vega þakklát fyrir hvað veðrið var fallegt í gær. Kveðjuathöfnin var einstaklega falleg og ég hef aldrei verið við svona fjölmenna útför. Bæði kirkjan og íþróttahúsið var þéttskipað.
Þegar ég fór í háttinn í gærkvöldi var stjörnubjartur himinn, en nú er aftur alskýjað og snjókoma.
Ég hlakka til þegar við Maggi förum til Barcelona næsta fimmtudag. Það verður ljúft að komast úr snjógallanum í 4 daga og láta sólina verma sig. Þangað til á ég reyndar eftir að skreppa til Reykjavíkur og á Hornafjörð, þannig að fimmtudagurinn verður runninn upp áður en ég veit af.
Maggi hefur ekki fengið nóg af snjónum og fór ásamt fleirri fjallakörlum í Geldinafell strax eftir útförina í gær. Á Fljótsdalsheiði og þar fyrir innan er allt á kafi í snjó og þungt færi.
Ég flýg til Reykjavíkur eftir hádegi og í kvöld ætla ég með örverpinu mínu í bíó. Vonandi kemur frumburðinn minn líka með.