14 október 2010

Kynjagleraugu.

Þá eru Skotturnar farnar á kreik.
Við hér fyrir austan erum að undirbúa Kvennafrídaginn og einn liður í undirbúningi er að segja merkið sem hefur verið hannað, kynjagleraugu.
Ágóðinn af sölu kynjagleraugnanna fer til Stígamóta og annarra slíkra samtaka sem vinna gegn kynferðislegu ofbeldi.
Konur á Héraði og á fjörðum, sem hafa áhuga á að gerast merkjasölukonur, endilega setjið ykkur í samband við mig - ég var að fá helling af merkjum til að selja hér fyrir austan.
Áfram konur!

|