06 febrúar 2010

Lata Gréta í blótgír

Nú er gróska í samkvæmislífi á Héraði.
Þorrablótin eitt af öðru, hvert öðru glæsilegra og skemmtilegra. Menn breytast úr bændum, iðnaðarmönnum, húsmæðrum og skrifstofufólki og gerast skáld og listamenna á þessum árstíma. Semja einþáttunga og drápur, fara með gamanmál og sýna á sér alveg nýjar hliðar.
Ég var á þorrablóti Vallamanna á Iðavöllum í gær og í kvöld er stefnan sett í Eiða þar sem Eiða- og Hjaltastaðaþinghármenn halda sitt blót.
Ég elska þorrablót - hrútspunga, hákarl, harðfisk og smér.

|