10 apríl 2008

Egilsstaðir - Barcelona

Ég er farin þangað sem sólin skín.
Þangað sem veðrið hæfir fötunum mínum - eins og segir í laginu úr Midnight Cowboy.
Guðrún Lára vinkona mín í Fellabæ ætlar að líta eftir Kolgrímu og Klófríði, með aðstoð móður sinnar, þannig að ekki þarf ég að hafa áhyggjur af kisunum mínum.
Snjókornin hanga í skýjunum hérna fyrir ofan mig og ég heyri í tækinu sem hreinsar flugvöllinn.
Í gær var ég á Hornafirði. Veðrið var yndislegt á leiðinni og ég sá marga hópa af hreindýrum, álftir og gæsir. Í Berufirðinum spókuðu sig tveir tjaldar í fjörunni.
Vorið hlýtur að fara að koma á Austurlandi.

|