Barcelona - Egilsstaðir
Lenti á Egilsstaðaflugvelli í nótt eftir frábæra ferð.
Ég upplifði svo margt á svo stuttum tíma að heilinn þarf að vinna úr því á næstu dögum.
Heldur þykir mér nú arkitektúrinn hér á Egilsstöðum fátæklegur eftir að vera búin að sjá verk Gaudis og snautlegt verður að koma í Bónus eftir að vera búin að skoða matarmarkaðinn á Römblunni.
Við skoðuðum fótboltaleikvang Börsunga, Olimpíuleikvanginn, röltum á Römblunni, skoðuðum Gaudigarðinn, munkaklaustur upp á fjalli, lentum í kaþólska messu, fórum á markaði og gerðum margt, margt fleira.
Ég er gengin vel upp fyrir hné og mun nota vikuna í að ná úr mér harðsperrunum eftir allt labbið á götum Barcelona. Maggi hins vegar er farinn að pakka niður fyrir nokkra daga fjallatúr með félögunum en við Klófríður og Kolgríma ætlum að hafa það huggulegt heima.