09 maí 2008

Til hamingju Kópavogur

Flott hjá Kópavogi að vinna Útsvar.
Eftir að Fljótsdalshérað datt úr keppninni, eftir frábæra frammistöðu, þá auðvitað hélt ég með mínum gamla góða bernskubæ, Kópavogi. Ekki fæðingasveit minni Reykjavík.
Þegar ég var að alast upp í Kópavogi var sagt að það væri bær milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og þangað væri safnað saman öllum hálfvitum sem ekki fengju að búa annars staðar. Garðbær hét bara Garðahreppur þá og var varla á kortinu.
En nú verða Reykvíkingar að endurskoða þessa gömlu afstöðu sína til Kópvogs.
Segið svo að hrepparígur fyrirfinnist bara á landsbyggðinni.

|