05 maí 2008

Túnfífill

Það gaf á að líta þegar ég fór á fætur í morgun.
Skafheiður himinn og glaðasólskin í skóginum, en yfir þorpinu niður í kvosinni lá þokusæng, eins og risavaxin dalalæða.
Sólin skín sæt og fín og þegar ég kom í vinnuna heilsaði mér þessi líka fallegi túnfífll. Hann treður sér upp á milli stéttarinnar og hússins hér á Lyngásnum og sl. 15 ár hefur hann glatt mig því hann er alltaf fyrsti útsprungni túnfífillinn sem ég sé á vorinn. Ég hef beðið um að hann fái að vera þarna óáreitttur.
Túnfíflar eru uppáhalds garðablómin mín, blómkrónan er mjög falleg og fátt er sumarlegra í mínum huga en útspruninn, glaðlegur túnfífill.
Ég vona að hann finni garðinn minn og setjist að þar.

|