03 ágúst 2006

Góðir gestir

Þá eru stuðboltarnir úr Kópavoginum farnir heim.
Líka allir krakkarnir.
En maður kemur í manns stað og ég er búin að fá nýja gesti. Það er mjög huggulegt að fá góða vini til að blanda geði við, en aumingja Kolgríma er ekki alveg að fíla þessa gestakomu. Það fylgir nefnileg hundur með. Elsku dúllan hún Perla er sem sagt komin í heimsókn en Kolgríma mín hefur ekki séð hund síðan Bjartur fóstraði hana fyrstu vikur ævi hennar svo hún gengur um húsið með kryppu og þrefalt skottið. Hún er samt aðeins byrjuð að slaka á og í gær laumaðist hún til að nusa smá af bakinu á Perlu þar sem hún var að fá sér fegrunarblund.
Það var smá matarboð hjá mér í gærkvöldi sem endaði inn í stofusófa þar sem allir komu sér vel fyrir popp og kók og við horfðum á The pirates of the Caribbean með Johnny Depp. Voða gaman.
Ég er búin að panta mér rafvirkja í rúmið mitt, því þar er eitthvað eins og það á ekki að vera.

|