Garpur Laufás
Það verða allir að hafa föður- eða ættarnafn.
Kolgríma mín er t.d. Högnadóttir. Garpur greyið á ekkert föðurnafn svo mér datt í hug að gefa honum ættarnafnið Laufás af því að hann kemur frá Laufási í Hjaltastaðaþinghá.
Er þetta ekki bara fínt nafn handa töffaranum honum Garpi?
Hann kom til okkar í gærkvöldi til dvalar næstu dagana. Hann er vaxinn Kolgrímu yfir höfuð og er massaður og flottur með mjúkan og fallegan feld. Eini gallinn við Garp er að hann gengur ekki nógu vel um klósettið, hann "sturtar ekki niður" þ.e.a.s. hann hoppar út úr kassanum án þess að moka yfir. Þetta er náttúrulega afar hvimleitt fyrir lady Kolgrímu sem þarf að nota sama klósett.
Ég þekki ekki neina skepnu, hvorki af tegundinni homo sapiens né nokkuri annarri tegund, sem er eins gaman að gefa mat og honum Garpi. Hann var enn urrandi ánægður á 3. rétti í gærkvöldi.