19 júní 2006

Kvenréttindadagurinn

Í dag eru 91 ár frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt.
Í dag er Margrét Thoroddsen 89 ára.
Í dag er Halla Eymundardóttir 5 ára.
Í dag eru 29 ár síðan frumburðurinn minn, hún Gunnhildur, leit dagsins ljós á sjúkrahúsinu hér á Egilsstöðum.
Ég var reyndar ekki mikið að hugsa um veðrið þann dag en í minningunni var þetta sólríkur dagur alveg eins og hann er hér á Egilsstöðum í dag.
Ég óska konum til hamingju með daginn en sérstaklega þessum þremur framangreindu.
Hún Gunnhildur mín var eiginlega stúdentsgjöf til hans Finns því hann varð stúdent vorið sem hún fæddist.

|