18 júní 2006

Þjóðhátíð

Þjóðhátíðardagurinn var hinn besti.
Varði honum með vinum og vandamönnum en það sem bar helst til tíðinda var að ég fann mér ferðafélaga til að kom með mér í langþráða sólstrandarferð. Nú er stefnan sett á miðbaug í mars 2007, gaman, gaman. Maður verður sko að hafa eitthvað til að hlakka til.
Fór með Nínu vinkonu á hátíðahöld bæjarins sem voru í flatari kantinum en við bættum okkur það upp á Kaffi Nielsen.
Svo var ríkissjónvarpið svo huggulegt að sýna eina af uppáhalds bíómyndunum mínum, Thomas Crown affair. Pierce Brosnan alltaf flottur og auðvitað Rene Russo líka en ég hef meiri smekk fyrir Brosnan. Tónlistin í myndinni er akkúrat fyrir minn smekk og atriðið þegar Thomas fer að "skila" Monet myndinni er frábært undir þessari tónlist.
Á unglingsárunum tók ég ástfóstri við Litle big man með Dustin Hoffman. Ég veit ekki hvað ég sá þá mynd oft. Dustin Hoffman hefur líka alltaf verið einn af mínum uppáhalds leikurum, þótt hann sé smár, bara jafnhár og ég, heilir 165 cm (það las ég alla vega fyrir margt löngu). Hann var alveg frábær í Midnight cowboy og svo ekki sé nú minnst á Mrs. Robinson.
Það sem Thomas Crown og Litle big man eiga sameignlegt er að Fay Dunaway leikur aukahlutverk í báðum myndunum. Hún er sálfræðingur Thomasar en í Litle big man er hún prestmaddaman sem fer að vinna fyrir sér á hóruhúsi - hörð lífsbaráttan í vilta vestrinu.

|