06 júní 2006

Brúðkaups- og fermingardagur

Fyrir 7 árum var 6. júní sjómannadagur.
Þann dag gengu Gunnhildur og Mirek í borgaralegt hjónaband hjá sýslufulltrúanum á Egilsstöðum en Anna Berglind var fermd í Vallaneskirkju.
Þetta var mjög hagkvæmt því það var hægt að hafa eitt stk. veislu.
Pápi minn lagði mikið á sig til að Runa væri hrein og fín. Að það væri hvítt á rúmunum, falleg handklæði tiltæk, rósir í stofunni og kampavínsflaska á stofuborðinu því hann vildi að ungu hjónin ættu huggulega brúðkaupsnótt á Borgarfirði.
Óska ykkur til hamingju með daginn krakkar.

|