05 júní 2006

CRAFT-syndrum

Ég held ég verði að fara að leita til læknis.
Ég gleymi öllu, ég gleymi verkefnum sem ég tek að mér, ég gleymdi um daginn að mæta niður á spítala og lesa.
Í dag mundi ég eftir að það væri mánudagur og að ég ætti að fara niður á spítala að lesa. Ég gleymdi bara að stoppa við sjúkrahúsið og keyrði á fánastöngina.
Þetta er ekki alveg eðlilegt miðað við það að ég er ekki nærri orðin fimmtug, það eru mörg ár í það, eða ég held alla vega að ég sé ekki orðin fimmtug. Kannski er ég 65 ára en man bara ekki eftir því.

|