04 júní 2006

Dauðar mýs

Í morgun kom fólk að skoða húsið.
Þegar komið var inn í stofu lágu nokkrar mýs á gólfinu. Frúin rak upp stór augu "Hva, eru þetta mýs????" Ég fattaði að þetta var kannski ekki heppilegt stofuskraut "Hafðu engar áhyggjur þetta eru bara dauðar mýs. Eða þannig, þær eru ekki lifandi, sko, þetta er bara dót sem kettirnir eiga."
Kannski ég feli mýsnar ef það koma fleiri að skoða húsið.

|