15 júní 2006

Aumingja kisi

Hafið þið séð mbl.is í dag?
Þar segir frá manni sem var dæmdur í sekt í Héraðsdómi Vesturlands fyrir að hafa skilið köttinn sinn eftir vikum saman án umönnunar. Kötturinn var náttúrulega ekkert nema beinin og bjórinn eftir þessa meðferð.
Svona fólk á auðvitað ekki að hafa neitt lifandi í sinni umsjá, hvorki dýr né plöntur.
Loksins er ég komin heim eftir margra daga fjarveru. Garpur og Kolgríma hafa haft það gott því Elva hefur mokað í þau matnum, þau voru eins og tungl í fyllingu þegar ég kom heim - ég líka, þegar ég kom frá Höfn í gær.
Fyrst borðaði ég morgunmat á við tvo, svo fórum við Ragnheiður á Kaffihornið í hádeginu og fengum æðislega góðan fisk. Þá hugsaði ég mér að nú myndi ég bara borða eitt epli á heimleiðinni því ég væri búin að borða ríflega dagskamt.
En svo bregðast krosstré og ég lenti í afmælisveislu hjá einum af kokkunum úr Breiðdalsferðinni, einum af þessum sem stóð að því að framreiða 17 rétta matseðilinn. Þið getið ímyndað ykkur hvernig ég var þegar lagt var af stað heim.
Bíllinn var svo þungur á heimleiðinni að við vorum 4 tíma milli Hafnar og Egilsstaða. Reyndar var búið að hengja hestakerru með einni meri aftan í bílinn en ég held að það hafi ekki skipt miklu máli.

|