10 júní 2006

Obbolítil frænka

Í gærkvöldi eignaðist ég agnarlitla frænku.
Hún er bara 4 merkur litla krílið. Ég vona að Guð gefi henni að fá að vaxa og dafna og verða hraust og spræk stelpa eins og mamma hennar sem var bara 5 merkur þegar hún kom í heiminn.
Hún obbolitla Ögn sem fæddist í gærkvöldi, kom í heiminn í flugvél á leiðinni frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Ég hef verið að velta því fyrir mér hver fæðingarstaður hennar telst vera í þjóðskránni.
Ég óska Rannveigu og Óla til hamingju með litlu dótturina og Kolbeini og Grími til hamingju með ponsulitlu systur sína. Kolbeinn og Grímur eru einmitt félagarnir sem hún Kolgríma mín heitir í höfuðið á.
Ég uppgötvaði mér til skelfingar í dag að báðir tengdasynir mínir hafa áhuga á fótbolta. Ég hélt að Mirek væri eini fótboltaáhugamaðurinn í fjölskyldunni en svo var hann Járni að játa það fyrir mér, tengdamóður sinni, að hann hefur áhuga á þessari heimsmeistarakeppni þarna suður í Þýskalandi.
Maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt og óvænt um sína nánustu.

|