08 júní 2006

Hann á afmæli í dag....

Garpur er 6 mánaða í dag.
Af því tilefni verður svolítil veisla í kvöld. Það verður boðið upp á soðinn fisk og rjóma og svo harðfisk í eftirmat. Reyndar er Garpur svo laus við matvendni og hefur það rétt eins og kötturinn þeirra Bakkabræðra að hann étur allt, þannig að ég er ekki viss hvort hann fatti að þetta er veisla.
Kolgríma mín fattar það því hún er svo mikill gikkur. Hún búin að horast eftir að Garpur kom á heimilið því Garpur hleypir henni ekki að matardöllunum. Séntilfress eða hitt þó heldur.
Sumardvöl Garps hjá okkur Kolgrímu veður víst styttri en upphaflega var ráðgert því Maggi er búinn að fá nóg af sollinum fyrir sunnan.
Ég er búin að fá tíma á réttingaverkstæðinu fyrir Súbarúinn, ég get nú ekki ekið honum svona um götur bæjarins. Svo var ég að frétta að hann Benzi minn lenti í því vestur á Stykkishólmi um daginn að bakka á kolryðgað og beyglað biðskyldumerki.
Hvað er verið að setja svona drasl eins og umferðarmerki og fánastengur nálægt bílvegum? Ég bara spyr.

|