16 júní 2006

Sumar og sól

Ég hef ekki getað ákveðið neitt varðandi sumarfrí.
Ætlaði að geyma megnið af fríinu þar til færi að bóla á Skógarkoti. Það er ekkert farið að gerast neitt þarna upp í skógi svo ég bara hef ákveðið að byrja í sumarfríi í næstu viku.
Ligga, ligga, lá, ég vona bara að sólin haldi áfram að skína. Það er reyndar spáð rigningu hér fyrir austan fyrsta sumarleyfisdaginn minn en ég tek nú ekki mark á þeirri spá. Ég tek aldrei mark á stjörnuspánni eða veðurspánni nema þær séu góðar.
Í gær vann ég það afrek að slá í fyrsta skipti með rafmagnsslátturvél. Bjarni granni minn sem hefur slegið fyrir mig sl. tvö sumur er að flytja til Danmerkur svo ég neyddist til að læra á gripinn, þ.e.a.s. slátturvélina. Ég sem hélt að þetta væri ófrávíkjanlega karlmannsverk, þetta er ekkert mál. Meira að segja bara skemmtilegt. Ég ætla að halda áfram að slá þegar ég kem heim úr vinnunni.

|