19 júní 2006

Þyrstur tengdasonur

Um daginn þegar ég kom frá Danmörku var 50 kall eftir í veskinu mínu.
Nú, ég var huffleg við tendason minn sem er sjómaður og gaf honum aurana með þeim orðum að næst þegar hann kæmi að landi í Þórshöfn í Færeyjum skyldi hann kaupa sér eina bjórkollu.
En fyrr má nú aldeilis vera þyrstur. Ég les það á mbl.is að tengdasonur minn og skipsfélagar hans réðust til uppgöngu í færeyskt skip sem var í mesta sakleysi að veiðum í íslenskri landhelgi. Það var ekki hægt að bíða þar til komið væri að landi í Færeyjum, nei, ó, nei, Nonni minn, þetta þykir mér full mikið á sig lagt fyrir eina bjórkollu.

|