05 júlí 2006

Skógarkot

Jæja, þá er ég komin með bindandi kauptilboð í Skógarkot.
Það er reyndar með fyrirvara um að húsið mitt seljist. Við Kolgríma eigum að fá húsið í skóginum afhent fullfrágengið 1. maí nk. og e.t.v. fyrr.
Ég skrapp í dag að skoða væntanlegar lendur mínar. Garðurinn er mjög fínn þótt það vanti húsið sjálft. Það vaxa þarna sóleyjar, blágresi, hrútaber, elfting og svo þessi birkitré frá landnámstíð. Því miður sá ég enga fífla en það eru uppáhalds garðblómin mín.
Við Kolgríma fengum í gær nýtt tilboð um heimili í vetur þegar búast má við að við lendum á vergang. Það verður nú þægilegt að geta bara flakkað á milli eftir því sem vinir og vandmenn verða þreyttir á að hafa okkur.
Ég gleymdi að hafa það í samningnum sem fasteinasalinn var búinn að lofa mér en það er að það yrði búið að laga gott kaffi í Skógarkoti áður en ég fæ það afhent.

|