25 júní 2006

Gleði

Verð að blogga aftur þó ég hafi bloggað fyrr í dag.
Í Lesbók Morgunblaðsins er ljóð eftir konu í Reykjavík, hún heitir Steinunn P. Hafstað.
Ég er svo hrifin af ljóðinu og vil leyfa ykkur að njóta þess með mér. Það heitir Gleði:

Þegar við hittumst
er gleðin slík,

að í mínum huga
ertu gleðimaður.

En dettur þér einhverntíma í hug
að ég sé gleðikona?

|