25 júlí 2006

Fjör framundan

Það er búin að vera bongó blíða í marga daga síðan ég bloggaði síðast.
Hef bara ekki mátt vera að því að blogga, er að undirbúa stanslaust dekur og fjör. Það fer að streyma til mín fullt af skemmtilegu fólki sem ætlar með mér á tónleikana á Borgarfirði á laugardaginn.
Báðar dæturnar og tendasynirnir. Einn vinur þeirra og tvær eldhressar Kópavogsvinkonur mínar.
Nú er bara verið að slátra kálfum og rifja upp mataruppskriftir því ég hef fengið óskir um rétti af ðe menjú: matur a la mamma.
Svo byrja ég að mæta á dekurstofur bæjarins á morgun, en ég á tíma í ljósum (nenni ekki að liggja í sólbaði í garðinum), klipp og stríp, fótsnyrtingu og dekurdúllerí á snyrtistofunni Brá.
Þið sjáið því að ég hef öðrum hnöppum að hneppa en að blogga.

|