25 febrúar 2009

Öskudagur í vetarveðri

Börnin hér á Egilsstöðum láta ekki smá byl slá sig út af laginu.
Það eru margir söngfuglar í furðufötum búin að heimsækja mig. Ég keypti nammi fyrir 150 börn en það hafa oftast komið 120 til 140 börn til að syngja fyrir okkur á öskudaginn.
Sem betur fer eru minnstu söngfuglarnir keyrðir milli stofnana, annars myndu þeir týnast í sköflum.
Nei, nú er bara mættur hópur með gítar og ætlar að syngja um Bjarnastaðabeljurnar og Ó mamma gefðu mér rósir í mig. Ég heyri í þeim frammi hjá Elvu.
Gaman hjá mér í dag.

|