24 febrúar 2009

Ég er eins og stjórnmálamaður

Ég veit ekkert í hvorn fótinn ég á að stíga.
Eftir að vera búin að marg afþakka boð um að mæta á þorrablót 4x4 klúbbins í Kverkfjöllum þá fann ég það í hádeginu að mig langar kannski pínulítið að fara.
Veðurspáin er alveg ágæt og það gæti orðið gott veður á fjöllum.
En á hinn bóginn þá langar mig að vera heima að dunda mér og fá vinkonur í sunnudagsbröns.
Kannski ég bara kasti krónu.

|