21 febrúar 2009

Að taka ákvörðun og standa við hana

Á nú að fara að hringla með kosningadaginn?
Hvernig ætla stjórnvöld að hafa okkur út úr kreppunni með þessu vinnulagi?
Ef menn vita ekki í hvorn fótinn á að stíga varðandi eina dagsetningu, hvernig verða þá aðrar ákvarðanir? Eitt í dag og annað á morgun.
Flokkarnir hafa áður undirbúið kosningar og það ætti að vera vinna sem menn þekkja. Hvernig á þjóðin að reikna með markvissum aðgerðum í efnahagsmálum ef ekki er hægt að halda sig við einföldustu ákvarðanir.

|