08 mars 2010

Ísland í dag

Ég er ótrúlega dofin fyrir ástandinu í landinu.
Samt koma augnablik þar sem ég veit ekki hvort ég á að gráta eða vera öskureið. Eins og þegar ég las þessa frétt.
Almenningur streðar við að halda í lágmarks eignir - hús og innanstokksmuni. Reynir að búa börnum sínum viðunandi heimili við þessar aðstæður sem nú ríkja.
Þeir sem komu þjóðinni út á kaldan klaka fá hins vegar afskrifaðar svo stórar upphæðir að maður skilur þær ekki einu sinni.
Hvað myndi það kosta þjóðarbúið að afskrifa hluta af skuldum venjulegra heimila í samanburði við allar þær óskiljanlegu afskriftir sem menn eins og Finnur Ingólfsson og fleiri eru að fá?
Vill einhver vera svo góður að finna það út?
Ég held að þessi stefna í skuldamálum geti ekki leitt af sér annað en eldfimt ástand því þetta er svo bersýnilega óréttlátt. Ég held að það sé ekki spurning um hvort hér fer allt í bál og brand og blóð renni heldur bara hvenær.

|