Allt spik and span
Það er orðið svo voðalega fínt hjá mér.
Spurning hvort ég tími bara nokkuð að vera að selja húsið.
Innanhúshönnuðurinn er farinn en skildi eftir smá verkefni handa mér. Ég þarf aðeins að fríska upp á nokkra hluti og á svo að gefa rapport reglulega.
Guði sé lof að til er fólk sem er hugmyndaríkt og hreinskilið. Tala nú ekki um þegar þetta fólk er líka drífandi og úrræðagott. Svo þakka ég fyrir að úr því að ég tilheyri ekki þessum hópi þá hefur skaparinn verið svo góður að planta svona fólki í vina- og vandamannahópinn minn.
Sissa og Gissur eru búin að koma og fara með helminginn af innbúinu mínu í Sorpu, þann hluta sem Kristrún taldi ónothæfan. Þetta kemur sér vel því nú er minna sem ég þarf að flytja með mér ef ég skildi tíma að selja húsið.
Það passaði til að þegar Kolgríma og Perla voru búnar að sætta sig við tilvist hvor annarrar þá héldu Perla og fjölskylda heim á leið.