Umvafin karlmönnum
Fínn dagur í gær.
Rafvirkinn kom og sagði mér að leggjast í rúmið. Sjálfur fór hann hins vegar undir rúmið - undarleg hegðun. Hann gat ekki lokið sér af og sagðist mundi koma síðar.
Í gærkvöldi brá ég mér af bæ og þegar ég kom aftur heim var karlmaður í garðinum að ljúka við að snyrta hekkið fyrir mig.
Yndislegar verur þessir karlmenn.
Í dag skín sólin sæt og fín og við Kristrún ætlum í sveppamó. Kristrún er með alls konar hugmyndir sem á að framkvæma um helgina - húsið mitt á að verða voða fínt og sá sem kemur næst að skoða hlýtur að falla fyrir því og kaupa það.
Kolgríma er smám saman að læra að Perla er ekkert hættuleg og er ekki að reyna að ná yfirráðum í húsinu. Hún hvæsir bara lítið á hana og skottið er hætt að vera þrefallt - hún er samt vör um sig ennþá.