10 maí 2008

Gálgafrestur


Hjörtur dýralæknir er ekki í uppáhaldi núna.
Klófríður átti að fara í aðgerð í gær og af því tilefni varð hún að fasta í 12 tíma. Kolgríma varð að gjöra svo vel og fasta henni til samlætis.
Þegar við Klófríður mættum niður á dýraspítala í gærmorgun kom í ljós að Hjörtur var veikur og það hafði láðst að láta okkur vita.
Eftir fýluferðina á spítalann varð kisa bara að koma með mér í vinnuna og vera með mér þar fram að hádegi. Sem betur fer var kisumatur í bílnum svo hún fékk að borða strax og við komum upp í vinnu.
Það er kominn nýr starfsmaður til okkar, Hildur Briem, og henni finnst þetta einstaklega heimilislegur vinnustaður. Um daginn var Tryggur, íslenski hundurinn hennar Ragnheiðar í vinnunni, Hildur mætti með lítinn son sinn og svo kom kisa í heimsókn.
Tekur Klófríður sig ekki vel út sem skrifstofukisa?

|