18 september 2008

Hálendið á leið út í hafsauga

Það er ekki fagurt yfir að líta á Héraði í dag.
Það er rétt að ég sjái norður í Fellabæ héðan frá Egilsstöðum, slíkur er mökkurinn sem berst ofan af hálendinu. Jökulleir úr fjöru Hálsalóns.
Áður en framkvæmdir hófust við Kárahnjúka fengum við stundum sandinn frá Dyngjuföllum yfir okkur, en það var ekki svona oft og svona skelfilegt eins og þessi sandstormur ofan af Kárahnjúkum.
Ég sé fyrir mér að með hverju árinu verði mökkurinn þykkari því smám saman eykst jökulleirinn sem sest í lónið og vestanvindurinn fær meiri jarðveg til að taka með sér út Hérað og út á haf.
Mig minnir að Landsvirkjun hafi talað um að hafa menn með garðslöngur til að vökva fjöruna meðan lónið væri að fyllast. Hvar eru þessir vökvunarmenn?

|