03 september 2008

Ísland er svo lítið ...

eða Steinsættin og Grundarættin stórar.
Blessunin hún Ragnheiður mín Bragadóttir er farin suður og ég er búin að fá nýjan yfirmann, eina ferðina enn. Þetta er 5. yfirmaðurinn sem ég hef á 16 árum.
En hvað um það. Ég vissi akkúrat ekkert um nýja yfirmanninn minn áður en hann kom. Hafði reyndar frétt svona smávegis eins og að fyrir utan að hafa tilskylda menntun og reynslu í starfið, þá væri hann menntaður leikari.
Svo var það að við, ég og nýi yfirmaðurinn, sátum að spjalli fyrsta dag hans í starfi. Þá kom nú ýmislegt í ljós.
Hann heitir Halldór í höfuðið á afa mínum. Mamma hans heitir Anna Halldóra í höfuðið á ömmu og afa. Amma hans var uppeldissystir pabba og við erum skyld í 3. og 4. lið á tvo vegu.
Svona er lífið, alltaf að koma manni á óvart.
Í kvöld verð ég á Borgarfirði eystra að fagna 5 ára afmæli Soroptimistaklúbbs Austurlands. Það verður glatt á hjalla og bragðlaukarnir gladdir eins og venja er þegar Borgarfjarðarkonurnar elda ofan í okkur systurnar.

|