24 ágúst 2008

Til hamingju Ísland

Strákarnir stóðu sig aldeilis vel.
Þetta var ekkert 14-1 tap gegn Frökkum og silfrið er rosa flott.
Í gærkvöldi var ég upp við Elliðavatn að fagna fimmtugsafmæli Önnu Stellu. Við mættum allar Kópavogsskvísurnar og það var tekin flott mynd af hópnum.
Veislan var glæsileg eins og við var að búast hjá afmælisbarninu sem er með myndarlegustu húsmæðrum landsins. Borð svignuðu og mjöðurinn rann.
Emilíana kom til landsins til að mæta í afmæli mömmu sinnar og hún söng eitt lag með hinni lítt þekktu hljómsveit Ólafíu, sem er band sem á uppruna sinn á bæjarskrifstofu Kópavogs. Bæjarlögmaðurinn þandi húðirnar og fulltrúi hans sá um sönginn. Það var slegið upp dansiballi í bílskúrnum, við urðum allar 15 ára aftur. Hreyfingarnar kannski ekki eins snaggaralegar í dansinum og í denn, svolítið svona penni, en dúndurfjör.
Takk fyrir mig Anna Stella og enn og aftur, til hamingju Ísland. Þá er Vilhjálmur Einars loksins búinn að fá sjá einhverja Íslendinga feta í fótspor sín, 52 árum eftir að hann tók við silfrinu í Melbourne.

|