13 ágúst 2008

Geldingafell

Við Maggi erum að hafa okkur til í fjallaferð.
Nú er ferðinni heitið í Geldingafell. Maggi lofar bongóblíðu og ég er búin undir gamaldags lystitúr.
Vonast til að ná heim áður en bæjarhátíðin hefst, en hún byrjar með hverfagrilli kl. 17.00 á föstudag og karnival á Vilhjálmsvelli um kvöldið. Ég er búina að merkja við allt á Ormsteitinu sem ég má ekki missa af eins og DJ Kiddi Vídeófluga, opnun á sýningu hjá Jennýju Steinþórs, þorparakvöld á Kaffi Nielsen o.fl.
Í gær tók ég til í bílskúrnum, raðaði öllu dótinu, skúraði gólfið og nú er bílskúrinn orðinn íbúðahæfur. Súbbi fær hann svo aftur í vetur.
Þórhallur bróðir var að hjálpa mér í gær að koma saman bókaskápum svo ég get farið að ganga frá bókasafninu. Hann setti líka hurðarnar á gömlu borðstofuskápana mína sem standa núna penir og prúðir, hlaðnir postulíni í bílskúrnum. Gamla borðstofusettið mitt er líka í bílskúrnum þannig að nú er ekkert að vanbúnaði að slá upp stóri matarveislu.

|