Á ferðalagi
Þá er ég mætt í höfuðborgina.
Við Nína og Berglind Rós lögðum af stað í bítið kl. 9 í morgun frá Egilsstöðum.
Ferðin suður tók 12 tíma upp á gamla móðinn. Við stoppuðum í Víðidal, settumst út í móa og fengum okkur kaffi og smurt brauð. Reyndum að ímynda okkur hvernig hefði verið að búa þarna svona hátt upp á fjöllum við frumstæð skilyrði.
Síðan lá leiðin að Goðafossi þar sem við blönduðum okkur í hóp túrista sem voru að dáðst að fossinum.
Loks var langt stopp á Akureyri enda þurftum við að taka út verslunarmenningu Norðlendinga.
Þá var langt liðið á dag og lítið um stopp þar til við renndum inn í Hafnarfjörðinn og ég skilaði þeim Nínu og Berglind Rós af mér á Hringbrautinni.
Sjálf er ég núna í góðu yfirlæti í Goðaborgum þar sem Anna Berglind og Nonni höfðu skilið eftir uppbúið rúm fyrir mig, þessar elskur.