Speki dagsins
Ég á eitt forláta dagatal.
Á því eru ekki vikudagar svo ég nota það ár eftir ár. Hins vegar hefur hver dagur góða speki og gott nesti út í daginn.
Í dag segir: Hatur í hjörtum okkar gefur óvinum okkar tækifæri til að bera sigur úr býtum. Fyrirgefningin hjálpar okkur að sigrast á þeim.
Svo mörg voru þau orð. Ég held að hvort sem við erum að reyna að sigra andstæðing eða sjálf okkur þá er fyrirgefning undirstaða sálarheillar og vellíðunar.
Oft er ég sjálf minn versti andstæðingur.