20 júlí 2008

Ljúfur sunnudagur

Sólin er búin að skína og veðrið hefur verið gott í dag.
Ég náði að slá grasflötina mína áður en við Maggi fórum á tónleika í Mörkinni á Hallormsstað. Þar voru Bjartmar og Rúnar Júl ásamt hljómsveit, en DJ Kiddi vídeofluga hitaði upp fyrir tónleikana.
Stemningin var fín og við hittum fullt af skemmtilegu fólki. Vorum svo heppin að fá pláss á teppi hjá mágkonum mínum þeim Sissu og Guðlaugu og Síla og Systa voru á næsta teppi við hliðina á okkur.
Eftir að Kiddi var búinn að hita upp gekk hann um og spjallaði við gesti. Hann kom til okkar og heilsaði upp á okkur - ekkert smá hress með daginn.
Núna stendur Maggi við grillið og galdrar fram dýrindis máltíð, T-bone með öllu tilheyrandi.
Já, lífið er bara ljúft á Héraði í dag.

|