09 júlí 2008

Til hvers að fara til læknis

... þegar maður á góða vinkonu.
Ég er orðin rosalega leið á að ganga um hnerrandi, hóstandi, sjúgandi upp í nefið og með stíflaðan nebba.
Ég er búin að vera svona í þrjár vikur og lagast ekkert.
Fyrst var ég með pest en svo hélt ég að hún hefði bara tekið sér bólfestu í mér og væri komin með lögheimili hjá mér.
En svo kom Nína loksins heim af landsmótinu og eftir að vera búin að hitta mig tvisvar spurði hún mig hvort þetta gæti ekki verið ofnæmi, þetta væri miklu líkara ofnæmi en kvefi.
Svei mér þá, ég held hún hafi rétt fyrir sér. Ég reyndi að ná í lækni, en þeir eru nú álíka vandfundnir hér á Egilsstöðum og hvítar bláklukkur. Ja, nema einhverjir sem ekki tala íslensku.
Þar sem ég er ráðagóð þá fór ég smá krókaleið og nú bíður mín resept upp á ofnæmislyf í apótekinu.

|