07 júlí 2008

Ég er búin að fá upp í kok

... af sexköntum og Do it yourself dóti.
Ég var að koma saman stóra garðborðinu sem ég keypti í Rúmfó í fyrra. Leiðbeiningarnar með því voru langt frá því að vera hálfvitaheldar og ég kom sko borðinu ekki saman með því að fara eftir þeim, heldur með því að nota hið kvenlega innsæi.
Það var farið að hvarfla að mér að höggva borðið niður í eldinn í stað þess að berjast við að setja það saman og kaupa bara einfalt plastborð. En það hljóp í mig þrjóska og ég hætti ekki fyrr en borðið var komið saman. Það er ýmislegt hægt að gera á þrjóskunni einni saman.
Ég verð að viðurkenna að ég bölvaði svolítið í huganum þegar ég var að slást við sexkantinn, troða honum í þar til gert gat á skrúfunum og reyna að ná smá snúningi áður en hann rakst utan í einhverja spýtu.
En nú standa öll garðhúsgögin á pallinum og allar runna- og trjáplönturnar eru komnar niður í moldina.
Það er samt langur verkefnalisti eftir og ég hef nóg að dunda við í sumar.

|