16 ára
Voðalega flýgur tíminn hratt.
Í dag eru 16 ár frá því að héraðsdómstólarnir tóku til starfa og sýslumenn hættu að vera allt í senn rannsakendur, ákærendur og dómarar í sakamálum.
Reyndar eru lögin um aðskilnað umboðsvalds frá 1989, en það er samt með ólíkindum hvað það tók langan tíma að þrígreina ríkisvaldið á Íslandi.
Reyndar er ríkisvaldið ekki að fullu þrígreint fyrr en löggjafavaldið verður tekið af ráðherrum.