Lata Gréta lærir golf
Ég skráði mig á golfnámskeið fyrir konur.
Fyrsta kennslustund var í kvöld og ég verð að segja að þetta er bara gaman. Auk þess hitti ég nokkrum sinnum á kúluna og tvisvar flaug hún í fallegum boga langt út á völl og þar að auki í rétta átt.
Oftast tók hún vitlausa stefnu ef ég hitti á hana á annað borð.
En þetta var nú bara fyrsti tíminn og ég þarf að æfa sveifluna, þegar ég er búin að ná henni þá get ég farið að skoða það að fara í golfferðalag til útlanda.
Annars er allt í sómanum hér í Skógarkoti. Anna Berglind missti röddina og það varð til þess að hún framlengdi dvölina hjá mér þar til annað kvöld. Hún er óvinnufær með þessa rámu hvíslrödd sína þar sem hún er nú einu sinni talsímavörður þessi elska.
Nú er ég orðin alger ljóska. Ég fór á hárgreiðslustofuna í morgun og lét uppræta þennan skítaskolitað náttúrulit minn sem var farinn að verða ráðandi í hári mínu.
Og að lokum skal þess getið að hún Tölvu-Tóta er búin að lofa mér því að setja myndirnar aftur á síðuna mína, hún hafði óvart hent þeim.