Fylgihlutir með fimmtugri konu
Það er nokkrir hlutir sem eru að vaxa fastir við mig.
Minnisbók, veski, farsími, minnisbók, andlitskrem, maskari, minnisbók, visakort, ilmvatn, minnisbók, varalitur, minnislykill, auðkennislykill, fartölva.
Að ógleymdum öllum þessum lyklum sem fylgja mér.
Ég er svo hrifin af bíllyklinum, þessum með fjarstýringunni. Ég reyni stundum að opna Skógarkot með honum en það gengur ekki.
Af hverju þarf ein miðaldra kona sem hefur gullfiskaminni að druslast með lykla að húsinu sínu, bílnum, útidyrunum í vinnunni, skrifstofulykla, lykil að bankahólfi og svo nokkra lykla sem ég er að geyma fyrir vini og vandamenn.
Ég myndi vilja eiga lykil sem virkar eins og bíllykillinn minn og myndi ganga að öllu sem ég þarf að nota lykla við. Ég myndi þannig bara ganga með einn lykil í staðinn fyrir 20 stykki.