Óþarfa áhyggjur
Ég hef haft léttar fjárhagsáhyggjur undanfarið.
Bensínið hækkar og hækkar, vextir hækka, matvöruverð hækkar.
Ég hef séð fyrir mér að "Rannveig lætur eitthvað á móti sér" færi yfir á hættustig og yrði "Rannveig lætur allt á móti sér".
En Guði og ríkisstjórninni sé lof, þetta eru óþarfa áhyggjur. Alla vega ef ég tek mark á þessari frétt sem ég rakst á í gær.
Ég mun því bruna áhyggjulaus á mínum bensínfák til Hornafjarðar í dag. Ég var farin að velta því fyrir mér hvort ég yrði að láta mér duga að fá mér pylsu í sjoppunni, en nú hef ég engar áhyggjur og fæ mér bara eitthvað gott upp úr sjónum á Humarhöfninni - en það er matsölustaður sem Hornfirðingar reka í gamla kaupfélagshúsinu.
Kannski að ég sleppi því samt að fara í Lónið, uppáhalds fatabúðina mína utan Egilsstaða, ef ske kynni að fjármálaráðherra hefði ekki alveg rétt fyrir sér.