06 júní 2008

6. júní

1999 bar sjómannadaginn upp á 6. júní.
Þann dag var Anna Berglind fermd í Vallaneskirkju og Gunnhildur og Mirek gefin saman í borgaralegt hjónaband á Egilsstöðum.
Pápi minn var búinn að kaupa kampavín og rauðar rósir og koma því fyrir í Runu og Stella á Lindarbakka var fengin til að setja drifahvít sængurföt á rúmið. Pápi minn vildi nefnilega að brúðhjónin eyddu brúðkaupsnóttinni á Borgarfirði og þetta var víst allt voða vel lukkað og huggulegt.
Fljótsdalshérað skartaði sínu fegursta þennan dag og allir voru kátir. Anna Berglind klæddist upphlut ömmu sinnar á Gunnlaugsstöðum og var fín og sæt fermingarstúlka.
Til hamingju með daginn krakkar mínir.

|