Ísbjörn
Voðaleg viðkvæmni er þetta út af þessum bangsa.
Auðvitað var slæmt að hann skyldi asnast til Íslands, en hvað átti að gera við hann þegar búið væri að svæfa hann? Láta hann sofa einhverjum Þyrnirósarsvefni, eða fljúga með hann guðmávita hvert? Auglýsa eftir fjölskyldunni hans?
Ekki vildi ég alla vega hafa bangsa á vappi hér í nágrenni Egilsstaða og ég held að menn væru ekkert hrifnir af að hafa hann í Tjarnarhólmanum þó hann kynni örugglega vel við sig þar með nóg æti í kringum sig. Endur, gæsir og örugglega er eitthvað fiskikyns í Tjörninni.
Hvað slátrum við mörgum dýrum á ári til að borða eða búa til leður til að föndra úr? Og það án þess að nokkur felli tár.
Þetta minnir mig bara á fólk sem situr og smjattar á kjúklingum og mæðist yfir því að kettir veiða fugla.