Er Austurland að fara til andskotans
Rotturnar eru farnar að stökkva frá borði.
Minnir á sökkvandi skip. Mogginn búinn að loka svæðisskrifstofunni hér fyrir austan, Iceland Express hætt að fljúga frá Egilsstöðum og í vetur lagði Fasteignamat ríkisins niður skrifstofuna hér fyrir austan.
ÍAV hætt starfsemi, en það var nú fyrirséð. Þeir komu bara til að vinna ákveðið verkefni.
Ég fer samt ekki ofan af því að það er gott að búa á Austurlandi og nú er bara að spýta í lófana, bretta upp ermarnar og taka upp þráðinn frá því fyrir virkjun.
Svo getum við glaðst yfir því að næsta laugardag er formleg opnun Vatnajökulsþjóðgarðs og húllum hæ á Skriðuklaustri.